Gelly Tips ásetning

Vilt þú vera með glæsilegar langar neglur en vilt líka geta gert neglurnar þínar sjálf heima? Þá eru Gelly Tips neglurnar fyrir þig! 

Gelly Tips neglurnar eru gerðar úr mjúku geli og því léttar, sterkar, sveigjanlegar og  fullkomlega mótaðar - 100% tilbúnar til notkunar. Þeirra helsti kostur er samt sá að þær endast í allt að 3 vikur án þess að brotna eða lyftast. 

Þú getur valið úr 4 tilbúnum naglaformum: almond, stiletto, square og coffin, og 2-3 mismunandi lengdum þegar þú kaupir Gelly Tips startpakkann þinn.

En hvernig eru Gelly Tips neglurnar settar á? Við skulum fara fara yfir allt ferlið frá upphafi til enda.

UNDIRBÚNINGUR

Mikilvægt er að byrja með hreinar, sótthreinsaðar hendur og neglur. Síðan undirbýrðu neglurnar með því að ýta naglaböndunum til baka, þjala brún naglanna og fjarlægja gljáann af nöglunum með þjöl eða naglabor. 

PREP OG PRIMER

Lykillinn að endingargóðri handsnyrtingu er að góður grunnur. Settu eina umferð af Prep til að þurrka neglurnar þínar og sýrustilla þær. Berðu síðan eina umferð af Primer á neglurnar, sérstaklega við naglaböndin því hann minnkar fituna sem kemur frá naglaböndunum. Þessar tvær vörur hjálpa við að festa Gelly Tips neglurnar við náttúrulegu neglurnar þínar og tryggja að þær haldist á eins lengi og mögulegt er!

UNDIRBÚNINGUR Á GELLY TIPS

Veldu rétta stærð af Gelly Tips nöglum þannig að þær passi fullkomlega á naglabeðin þín. Erfitt með að finna rétta stærð? Engar áhyggjur, þó Gelly Tips neglurnar séu vandlega mótaðar eru hendur okkar allra mismunandi. Ef neglurnar passa ekki alveg getur þú alltaf mótað þær aðeins með þjöl þar sem þær snerta naglaböndin þín.

Notaðu síðan þjöl til að fjarlægja gljáann innan úr nöglunum þar sem þær komast í snertingu við náttúrulegu neglurnar þínar. Ef þú átt Beyond Pro naglaborinn þá mælum við með til dæmis Typhoon Fine borbita eða Medium Sanding Band fyrir þetta skref

ÞUNNT LAG AF BUILDER OG HERTU Í 30 SEK

Taktu Builder gelið og berðu þunnt lag á náttúrulegu neglurnar þínar. Byggingargelið tryggir að neglurnar haldist fallegar í allt að þrjár vikur. Það er einnig auðvelt að fjarlægja með asetoni. Hertu neglurnar í 30 sekúndur með Flash Cure Mini LED lampanum. Ef þú vilt flýta fyrir ferlinu getur þú einnig notað Rechargable Flash Cure lampann til að herða allar fimm neglurnar í einu.

FESTU GELLY TIPS Á MEÐ BUILDER OG HERTU Í 30 SEK

Berðu sama Builder gelið á Gelly Tips neglurnar, eina í einu. Passaðu að setja byggingargelið aðeins á það svæði naglanna sem snertir náttúrulegu neglurnar þínar.

Þegar þú festir Gelly Tips nöglina er gott að stilla henni upp í 90° horn við náttúrulegu nöglina og leggja hana hægt og rólega niður, frá naglabandi að brún, og haltu við með þumalfingri hinnar handar. 

Ef loftbólur myndast gætu neglurnar losnað frá fyrr en ella, svo gefðu þér tíma til að fjarlægja þær áður en þú heldur áfram í næsta skref.

Hertu nú nöglina í 30 sekúndur. Þrýstu þumalfingrinum yfir nöglina á meðan þú herðir með Flash Cure Mini LED lampanum til að tryggja að nöglin festist örugglega. Það góða við lampann er að hann er handfrjáls sem þýðir að þú þarft aðeins að fara með nöglina undir ljósið til að hann kvikni á sér

ÞUMALINN BURT OG HERTU Í 60 SEK Í VIÐBÓT

Taktu nú þumalinn af og hertu nöglina í 60 sekúndur til viðbótar til að tryggja að allar hliðar og brúnir Gelly Tips naglarinnar séu fullhertar.

Var þetta ekki auðvelt? Nú getur þú sett naglalakk að eigin vali á löngu fallegu neglurnar!

UPPÁHALDS GELLAKKIÐ ÞITT OG TOP COAT

Fjarlægðu gljáann af yfirborði Gelly Tips naglanna með þjöl. Þegar neglurnar eru tilbúnar, berðu á tvær þunnar umferðir af uppáhalds Kiara Sky gellakkinu þínu og hertu í 30 sekúndur eftir hverja umferð.

Að lokum skaltu bera eina umferð af Top Coat á neglurnar og herða í 60 sekúndur.

Nú ertu búin með Gelly Tips handsnyrtinguna þína! Þessar neglur spara þér tíma og svo er einnig auðvelt að fjarlægja þær með asetoni (líkt og gellakk) án þess að skemma náttúrulegu neglurnar þínar.

 KAUPA GELLY TIPS

SKOÐA NÁNAR